Skilmálar
Jökull & Co. ehf.
Suðurlandsbraut 30, Reykjavík, Ísland
jokull@jokullogco.is
Kt: 691122-1660
Jökull & Co. áskilur réttinn að hætta að bjóða upp á vörur fyrirvaralaust. Öll verð eru birt með virðisaukaskatti. Jökull & Co. áskilur sér einnig réttin að hætta við viðskipti t.d. vegna rangra verðupplýsinga.
Viðskiptavinir hafa 30 daga skilafrest á vöru sé hún í fullkomnu lagi og í heilum umbúðum, gegn því að sýna fram á fullnægjandi máta hvenær og hvernig varan var keypt. Gegn skilum á heilli vöru fær viðskiptavinur inneign hjá Jökli & Co. upp á verð vörunnar.
Seljandi (Jökull & Co.) heitir kaupanda fullum trúnaði um allar persónuupplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Sé vara ekki sótt innan við 45 daga áskilur Jökull & Co. sér réttin að endurselja vöruna eða gefa hana til góðgerðarstarfsemi.
Gengið er í allar pantanir næsta virka dag frá greiðslu hennar. Sé varan uppseld mun Jökull & Co. hafa samband um leið og tilkynna áætlaðan afhendingartíma. Þær pantanir sem dreyfðar verða af Íslandspósti gilda skilmálar Íslandspósts um ábyrgð, afhendingu og flutning. Samkvæmt þessu er öll óhöpp og tjón á ábyrgð kaupandans. Verð heimsendingar koma fram í lýsingum varnings
Skrópgjald
Skrópi Viðskiptavinur í bókaðan tíma með minna en 12 klukkustunda fyrirvara áskilur Jökull & Co. sér réttinn að senda rukkun í heimabanka allt að 20.000kr.
Skrópgjaldið dugar sem inneign hjá Jökli & Co. ehf ef viðskiptavinur bókar annan tíma innan við viku frá fyrstu bókun.
Sérsaums öryggi/trygging
Allar sérsaumaðar pantanir eru greiddar að fullu fyrirfram en óski viðskiptavinur að greiða síðar er 20.000kr mætingargjald sem nýtist sem inneign í fötin. Ef pöntunin er nær ekki andvirði 50.000kr. er mætingargjaldið 15.000kr.
Endurgreiðslur
Viðskiptavinir Jökuls eiga rétt á endurgreiðslu ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt.
Viðskiptavinur fær ekki vöruna/vörurnar sem hann keypti 5 vikum eftir áætlaðan tíma. Viðskiptavinur og fulltrúar Jökuls & Co. eru sammála um að varan/vörurnar séu misheppnaðar og ónothæfar fyrir viðskiptavin eftir a.m.k tvær tilraunir til að panta vöruna/vörurnar.
Ekki er hægt að fá endurgreitt eftir að viðskiptavinur greiðir fyrir vöruna nema þessum skilyrðum sé uppfyllt og ekki er hægt að breyta smáatriðum pöntunar eftir að greitt er fyrir hana, þá er átt við efni, hönnunar atriði, snið og fleira.
Ef pöntun heppnast að hluta til (jakkaföt koma í tveimur til þremur hlutum) fær viðskiptavinur aðeins endurgreitt fyrir þá vöru sem ekki heppnaðist. Þá endurgreiðir Jökull & Co. 80% af söluverði stakrar vöru.