Giftingarföt fyrir menn

Giftingarföt fyrir menn

Giftingardagurinn er mikilsverður og með eftirminnilegustu dögum í lífi fólks. Því krefst hann þess að allt sem hægt er að gera fullkomið sé gert fullkomið.

Sem brúðguminn stýrir klæðaburður þinn að miklu leyti stemningu athafnarinnar. Þó að jakkaföt af slá virðist þægilegur valkostur þá eru töluvert meiri rök fyrir því að fjárfesta í sérsaumuð jakkaföt fyrir sérstaka daginn þinn. Hér förum við yfir sex ástæður af hverju menn ættu að fjárfesta í aðeins meiri gæði fyrir giftinguna sína.

 


1. Fullkomið snið fyrir fullkominn dag

Aðal kosturinn við það að fara í sérsaum er náttúrulega að fötin eru saumuð sérstaklega á þig. Annað en fjöldaframleidd jakkaföt af slá, þá ertu mældur frá toppi til táar svo fötin hangi fullkomlega á líkamanum þínum. Á giftingardaginn mun sjálfsöryggið blandað við þægindin að vera í sérsaumuðum fötum án efa bæta upplifunina þína.



2. Tjáðu þinn stíl

Giftingin er staðfesting á ást þinni til makans þíns og öfugt, því ætti klæðaburður og tónn athafnarinnar að miðla persónuleikum ykkar. Fjölbreytt úrval af smáatriðum, litum, efnum og fóðrunum gerir það einstaklega skemmtilegt og sérstakt að hanna föt nákvæmlega eins og þú vilt hafa þau. Allt frá litnum á fötunum, boðungum, tölum, vösum, til uppábrota á skálmunum.




3. Auga fyrir smáatriðunum

Vönduð handavinna er einkenni sérsaums (a.m.k. hjá okkur). Mikil vinna er lögð í það að halda flæði mynstra gangandi í gegnum flíkina, handsaumuð hnappa eða blómagöt og fleira. Það eru vönduðu smáatriðin sem aðskilja venjulega jakkaföt og jakkaföt sem geisla af siðfágun.

 

 

4. Þægindi & hreyfigeta

Giftingar eru yfirleitt stútfullar af ýmsums gjörðum, t.d. myndatökum, leikjum og dönsum. Sérsaumuð jakkaföt, sérsniðin að líkama þínum auðvelda virkilega almennar hreyfingar sem væru leiðinlegar í venjulegum jakkafötum. Bara það að geta lyft hendinni í fögnun án þess að allur jakkinn fari á hreyfingu er vanmetið. Ekki nóg með það, eru ermarnar eins og þú vilt hafa þær og buxurnar hvorki of þröngar né víðar. Fötin ættu að vera það þæginleg að þú takir varla eftir þeim svo þú getir notið dagsins í botn án þess að þurfa pæla í því að gyrða skyrtuna á korters fresti.

 

 



5. Fjárfesting í gæði

Jakkaföt af slá virðast við fyrstu sýn sem betri kosturinn fjárhagslega, en þegar þú rýnir er aðeins betur í málið sérðu að jakkaföt sem passa á þig munu endast töluvert betur og spara þér þá kostnaðinn við að kaupa önnur föt. Oftar en ekki eru þau einnig gerð úr betri efnum, við betri aðstæður og af meiri ástríðu. Þessa ástríðu má svo sjá á fötunum sem einfaldlega eru ekki sambærileg jakkafötum af slá. Sérsaumuð jakkaföt innihalda líka meira efni innan í flíkinn sem gerir þeim kleift að stækka í allar áttir, skildir þú stækka stuttu eftir mælingu eða 5 árum seinna. Gifting er augnablik sem kemur einu sinni á ævinni (fyrir flesta) og mun það svo sannarlega borga sig að fjárfesta í nothæfan minjagrip.

 

 

6. Ekki bara giftingarföt

Nema þú verslir þér eitthvað gríðarlega sérstakt, eru fötin nothæf í fleiri tilefni en bara giftinguna þína. Þó fötin verði alltaf áminning um sérstaka daginn þinn, þá getur þú alltaf gripið í buxurnar eða jakkann í sitthvort lagi við léttari athafnir og sett hlutana saman við önnur sérstök tilefni. Þó að brúðarkjóllinn steli yfirleitt senunni á stóra daginn, þá eru hann heldur dýr kaup miðað við notkunar möguleika.


 

Giftingardagurinn er fögnun ástar, skuldbindingu og upphaf á öðrum kafla í ástarsögunni. Það að fjárfesta í aðeins dýrari grip er meira en bara tísku yfirlýsing. Það er tilfinning. Fötin bera smáatriði sem þú valdir (jafnvel giftingar dagsetninguna) og fötin passa fullkomlega á þig, bæði upp á útlit og þægindi. Þetta þýðir að þú getur gengið upp að altarinu áhyggjulaus og fullur af sjálfstrausti.




Bókaðu tíma fyrir þín sérsaumuðu jakkaföt hér eða ef þig vantar að fá meiri upplýsingar endilega sendu okkur fyrirspurn hér.



Bestu kveðjur og hamingju óskir,

 

f.h. Jökuls & Co.

Strákarnir.

Aftur til blogg-heimasíðu