
AF HVERJU SÉRSAUMUR?
Flestir þekkja þá tilfinningu þegar þeir klæðast jakkafötum að kíkja í spegil og líta mjög vel út. En hversu þægileg eru þau? Eru þau þröng um lærin? Er buxnastrengurinn laus?
Ekki nógu margir þekkja tilfinninguna að klæðast jakkafötum sem passa rétt. Flestir eru vanir jakkafötum sem þeir kaupa tilbúin og eru síðan löguð að þeim. Þau eru kannski of víð, ermarnar aðeins of stuttar, hlutföllin ekki alveg á hreinu en ekkert sem þú getur beint sett í orð.
Þegar þú klæðist sérsaumuðum fötum er allt þetta á hreinu og þú færð alltaf það sem þú ert að leita að, frá litnum og sniðinu, alveg niður í hvert einasta smáatriði.

HÓPABÓKANIR
Einnig er hægt að panta tíma fyrir þrjá eða fleiri í sérsaum samtímis, hentar vel fyrir fyrirtæki að gera vel við starfsmenn, fyrir giftingarliðið eða útskriftarhópinn.

UM OKKUR
Jökull & Co. er félag sem sérhæfir sig í sérsaum á herramenn. Við státum okkur af heiðarleika & þekkingu og á siðum og sniðum í heimi herramannsins. Við erum staðsettir á Suðurlandsbraut 30 á þriðju hæð beint til vinstri (ath. við tökum aðeins á móti bókuðum kúnnum). Við bjóðum einnig upp á fyrirtækjaþjónustu þar sem við getum mætt til fyrirtækja og boðið upp á skemmtilega upplifun.
AF HVERJU JÖKULL & CO.?
Hjá Jökli & Co. færðu framúrskarandi þjónustu, við leiðum þig í gegnum ferlið og hjálpum þér að gera þína hugmynd að veruleika. Jökull & Co. leggur mesta áherslu á ánægða viðskiptavini og leysum við úr öllum vanda sem kann að rísa.
Hjá okkur hannar þú fötin sjálfur og við gefum fagmannlegt álit okkar, hægt er að velja milli margra kosta og þar á meðal er hægt að fá handsaumuð smáatriði á fötin sín.
Lokaniðurstaðan eru þá föt sem eru ekki aðeins falleg, heldur endast þau vel og eru þægileg. Jakkaföt frá Jökli & Co. eru góð viðbót við hvaða fataskáp sem er.