Upplifðu ferlið í sérsaum

Sérsaumur

Sérsaumur gerir það að verkum að fötin verða jafn þægileg og þau eru falleg. Við höfum mikla reynslu í flestum stílum og erum vissir um að við getum gert eitthvað glæsilegt saman.

Skoðaðu efnin

HÉR FYRIR NEÐAN ER FARIÐ YFIR FERLIÐ FRÁ A-Ö

Ferlið í sérsaum, fyrir sérsaumuð jakkaföt

Ferlið

I.

Viðskiptavinurinn bókar tíma sem honum hentar.

II.

Boðið er upp á heitt og kalt við umræðu um þarfir viðskiptavinarins, þá fær hann sérvaldar möppur með ótal jakkafataefnum í öllum litum & mynstrum sem hann fær að velja úr.

III.

Þegar efnin eru valin, er viðskiptavinurinn mældur og snið fatanna ákveðin, þ.e. í grófum dráttum, enskt, ítalskt eða bandarískt.

jakkaföt fyrir útskriftir og útskriftarnema Look book

IV. 

Þegar búið er að mæla viðskiptavininn, hefjumst við handa við að hanna fötin. Það er gert í nánu samstarfi við viðskiptavininn svo ánægja hans verði tryggð. Eftir það er tekist í hendur.

V. 

Fjórum til fimm vikum síðar kemur viðskiptavinurinn aftur til okkar & mátar fötin sín. Ef allt er eins og á að vera eru þau afhent þar og þá. Ef eitthvað er ekki eins & það á að vera höfum við saumafólk með áratuga reynslu til að lagfæra allt.

Bókaðu þinn tíma

Eftir fyrstu kaup eru fær viðskiptavinurinn 15% afslátt af sömu vöru/m

bestu jakkafötin fyrir karla

Einstök föt í hvert skipti

Hvað vilt þú? Við getum græjað það. Frá afslöppuðum sumarjökkum til hinna formlegustu smókingfata. Hvert einasta smáatriði getur þú handvalið og þ.á m. tölur, fellur, boðunga og jafnvel útsaum undir kragann fyrir enn persónulegra yfirbragð.

Jakkaföt fyrir giftingar

Giftingar

Hvort sem það er stóri dagurinn þinn, þú vilt vera framúrskarandi svaramaður eða hreinlega skera þig úr, þá er það okkur sannur heiður að fylgja mönnum upp að altarinu. Heyrðu í okkur og kannaðu hvort við séum ekki með fötin fyrir þig. Þetta er líka þinn dagur.

Hafðu samband fyrir þín föt