Öll verð eru fyrir sérsaumaðar vörur.

blazer, jakkaföt og jakkaföt með vesti

Jökull & Co.

Efnin okkar

Jökull & Co. hefur efni ofin fyrir sig og um er að ræða hundruði efna í ýmsum mynstrum, þykktum og áferðum. Þessi efni eru flest öll gerð úr 100% ástralskri ull. Nokkur efni sem ofin eru fyrir okkur, eru þó blönduð við manngerð efni, upp á teygju, slitþol og einfaldara viðhald. Þessi efni eru gerð fyrir okkur til að veita sem flestum tækifærið á að klæða sig upp í hágæða jakkafötum. Fullkomin efni fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í heim herramannsins. 

Jakki frá 84.980,-

Jakkaföt frá 139.980,-

Jakkaföt m. vesti frá 149.980,-

blazer, jakkaföt og jakkaföt með vesti úr 100% ull

Luxury

Lúxus efnin

Við hjá Jöklil & Co. státum okkur á lúxus efnisúrvali okkar, og geta menn valið úr yfir þúsundum efna svo þeir geti fundið nákvæmlega það sem talar til þeirra. Starfsmenn Jökuls & Co. vita vel hvaða efni hentar við hvaða tilefni og hvaða stíl fötin eiga að vera í, þannig þú ert alltaf í öruggum höndum.

Jökull & Co. saumar aðeins jakkaföt úr bestu mögulegu efnum. Viðskiptavinir okkar geta handleikið yfir þúsund efni frá virtustu og þekktustu efnisframleiðendum heims. Zegna, Dugdale, VBC og Loro Piana til að nefna fáar. Öll efni í þessum flokkum eru úr 100% náttúrulegum efnum, þ.e. aðallega kindaull, hör, geitaull, kasmír og silki.

Jakkar frá 114.980,-

Jakkaföt frá 169.980,-

Jakkaföt m. vesti frá 184.980,-

Sérsaumaðar skyrtur úr bómull

SHIRTING

Skyrtur

Undirstaðan í formlegum klæðnaði. Skyrtuefnin okkar koma í ýmsum litum, mynstrum og gerðum svo menn geta fengið nákvæmlega það sem þeir vilja.

Hefðbundin skyrta frá 24.980

Úrvalsskyrta frá 44.980

Sérsamaðir frakkar, og aðrar yfirhafnir

COATING

Yfirhafnir

Við bjóðum bæði upp á ullarfrakka- og regnfrakkaefni sem viðskiptavinir geta valið um. Fullkomin leið til að halda útlitinu fínu þrátt fyrir veðráttuna á skerinu.

Ullarfrakki frá 114.980,-

Rykfrakki (vatnsfráhrindandi) frá 114.980,-

Smóking jakkaföt og kvöldjakkar

BLACK TIE

Smóking & reykjakkar

Ef tilefnið er með þeim fínustu & kallar jafnvel á tux eða smóking, getur þú fengið dressið hjá okkur. Á black tie flíkum okkar færðu að velja á milli satín eða velvet á boðunga, tölur og vasa.

Efnisframleiðendur okkar

VITALE BARBERIS CANONICO

VBC

Vitale Barberis Canonico eða VBC er fjölskyldurekið fyrirtæki frá Ítalíu sem hefur sérhæft sig í vefnaði í 360 ár eða frá 1663. Efnin frá þeim eru alltaf í hæsta gæðaflokki og eru úr 100% ull nema annað komi fram. Efnin gefa eftir, anda og halda formi gríðarlega vel og lýsa þeir efnum sínum sem eitthvað sem áhugamenn um jakkaföt dreymir um. Hægt er að kynna sér sögu þeirra hér: VBC

DRAGO Lanficio in biella

Drago

Drago fjölskyldan byrjaði sem efnisframleiðandi árið 1973 og er því með yngstu lúxus efnisframleiðendum í heimi. Þeir aðskilja framleiðslu sína með því að nýta ávallt nýjustu tækni og ýta ávallt takmörkunum lengra. Framleidd í Biella á Ítalíu þá eru efnin þeirra fremst hjá ýmsum jakkafata framleiðendum, þar á meðal Jökli & Co.

Sagan.

DUGDALE BRO’S & CO.

Dugdale

Stofnað 1896, þá er Dugdale auðþekktur efnis-birgir í hjarta bretlands, Huddersfield. Með ríka sögu sem teygist kynslóðir, þá er Dugdale enn sjálfstæðir en ekki hluti af stærri samsteypu og halda enn í arfleið sína. Þeir skaffa saumastofum víða um heim, hefðbundnum, samtíðar og lúxus efnum.

Sagan.

REDA 1865

REDA

Hefðin fyrir ítölskum gæðum hefur haldið Reda samsteypunni gangandi í yfir 150 ár. Tjáning í gegnum efni hefur haldið þróun félagsins gangandi en þó með rætur að rekja í klassíkina.

Sagan.

Ing. Loro Piana & C.

Loro Piana

Án efa þekktasta vörumerkið sem við bjóðum upp á, og skiljanlega. Loro Piana hefur sérhæft sig í vönduðum efnum og þá sérstaklega kasmír. Stofnað 1924, hefur Loro Piana félagið lengi verið að framleiða gæða og fín efni fyrir helstu jakkafata stofnanir heims.

Nánar.

Ermenegildo Zegna

Zegna

Samheiti við lúxus gæti eins verið Zegna. Efnisdeild Zegna þarf litla kynningu. Með sjálfbærni sem markiðið, Þá áætlar Zegna að skapa efni úr gömlum þráðum og efnum og miðar á að láta sóun verða sem enga.

Sagan.

T.S.C. - 1960

The Shirting Company

Staðsett í Hong Kong í 57 ár, styrkt af draumum, markmiðum og hugmyndum af þrem kynslóðum. The Shirting Company skaffar hágæða skyrtu efnum um heim allann, í samstarfi með gæða- framleiðslu og eftirliti í Japan.

Thomas mason - 1796 the albini group

Albini - Thomas Mason

100% ítalskur smekkur, framleiðslu kunnátta, sköpunargáfa og tilraunarvinna er það sem aðskilu Albini hópinn frá samkeppninni. Framleidd á Ítalíu með glæsilegustu nútíma tækni, þá eru Albini efnin þekkt fyrir einfaldann glæsileika.