Við bjóðum upp á mikið úrval, bæði hvað varðar mynstur & efni, þannig að þú getir hannað jakkaföt, skyrtur & frakka nákvæmlega eftir þínu höfði. Hér fyrir neðan getur þú kynnt þér úrvalið & séð brot af því í myndum.

Verðflokkar

Nauðsynja

Essentials

Essentials eða “nauðsynjaefnin” okkar eru í heild sinni úr gerviefnum eða pólýester & rayon blöndu. Þessi efni henta vel fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í heim herramannsins & eru helstu eiginleikar efnanna minna viðhald & meira slitþol en ullar- &/eða bómullarfatnaðar. Athuga skal þó að gerviefni anda verr & endast ekki eins vel & föt úr ýmsum náttúrulegum efnum.

Jakki frá 55.980ㅤ

Jakkaföt frá 89.980

Jakkaföt m. vesti frá 104.980

Ullar flokkur 1

Pure Wool

Í ullarflokki eitt hjá okkur er um að ræða efni gerð úr 90% ull & 10% gerviefnum fyrir aukinn styrk & teygjanleika. Í þessum flokki er mikið úrval hvað varðar mynstur. Hér getur þú fundið bæði einlit & mynstruð efni.

Jakki frá 74.980

Jakkaföt frá 109.980

Jakkaföt m. vesti frá 129.980

Ullar flokkur 2

Pure Wool 2

Ullarflokkur tvö er vinsælasti flokkurinn okkar og þrepi fyrir ofan þann fyrsta en hér má finna efni úr 97-100% merino ull sem ofin eru í Ástralíu. Efni sem þessi eru þekkt fyrir gæði en þau eru mjúk & hreyfast vel með klæðandanum. Einnig anda þau vel & eru vatnsfráhrindandi að einhverju leiti. Við höfum mikið úrval í þessum flokki.

Jakki frá 79.980

Jakkaföt frá 119.980

Jakkaföt m. vesti frá 139.980

Vitale Barberis Canonico

VBC

Vitale Barberis Canonico eða VBC er fjölskyldu rekið fyrirtæki frá Ítalíu sem hefur sérhæft sig í vefnaðar efnisgerð í 360 ár eða frá 1663. Efnin frá þeim eru alltaf í hæsta gæðaflokki og eru úr 100% ítalskri ull nema annað komi fram. Efnin teygjast, anda og halda formi gríðarlega vel og lýsa þeir efnum sínum sem eitthvað sem jakkafata áhugamönnum dreymir um. Hægt er að kynna sér sögu þeirra hér: VBC

Jakki frá 84.980

Jakkaföt frá 129.980

Jakkaföt m. vesti frá 159.980

Fyrir stóru tilefnin

Black Tie

Ef tilefnið er með þeim fínustu & kallar jafnvel á tux eða smóking, getur þú fengið dressið hjá okkur. Black tie efnin koma í ýmsum litum, bæði hinum hefðbundnu miðnæturbláu & svörtu. Einnig er hægt að fá black tie efnin í öllum regnbogans litum & jafnvel með mynstrum.

Tuxedó frá 114.980

Smóking frá 69.980

Skyrtur

Skyrtur eru undirstaðan í formlegum klæðnaði en þær geta líka verið hluti af hversdagslegum fatnaði. Skyrtuefnin okkar koma í ýmsum litum & gerðum & henta fyrir öll tilefni því við erum með allt frá flannel skyrtum til hawaii skyrta. Efnin ná ekki aðeins yfir allan litaskalann heldur eru líka mismunandi mynstur í hverjum lit. Skyrtur okkar eru flest allar gerðar úr bómull en einnig höfum við hör eða ýmis gerviefni.

Skyrtur frá 17.980

Yfirhafnir

Við höfum bæði ullarfrakka og regnfrakka efni sem kúnnar geta valið á milli en þó höldum við meira upp á ullarfrakkana. Fullkomin leið til að halda útlitinu fínu þrátt fyrir kuldann á skerinu. Við höfum bæði ullarefni og ullar kasmír blöndur fyrir menn að velja á milli.

Sérs. frakki frá 89.980

Sérs. regnfrakki frá 64.980

Bóka tíma

Fóðranir

Fóðrunin getur verið eins stór hluti af fötunum & þú vilt. Sumir kjósa að hafa hana einlita en hér má einnig láta persónuleikann skína & láta fóðrunina vera teinótta, paisley mynstraða, blómótta eða jafnvel með áprentuðu mynstri. Við bjóðum líka upp á fóðrun úr silki sem gefur fötunum enn meiri mýkt & öndun.

Við mælum með að fylgja okkur á Instagram til að sjá nýjustu fréttir og enn meira af úrvali okkar.