Hvað er Jökull & Co?

Stofnað í Vesturbænum árið 2022, Jökull & Co. er lúxus vörumerki sem sérhæfir sig í sérsaumuðum formlegum klæðnaði herramanna. Með fætur bæði í nútímanum og í fortíðinni, þá höldum við upp á gæði, hefðir og fallegt handverk.

Í félaginu er mikil þekking á sniðum og siðum víða úr heiminum svo viðskiptavinir Jökuls & Co. fá góðar ráðleggingar sama hverjar þarfir eða vonir þeirra eru.

Ekki hika við að hafa samband ef það er eitthvað sem þig vantar að vita um efnin, ferlið, verð eða hvað annað sem þér dettur í hug.

Aukahlutir fyrir herramenn

J&C.

Er undirmerki Jökuls og Co. og sérhæfir sig í tilbúnum klæðnaði á herramenn og má þá nefna handunna leðurskó frá Spáni, gilet vesti, belti og aðra aukahluti til að nefna aðeins brot af úrvalinu.

Netsíða J&C. er í vinnslu í augnablikinu.