Hvað á að gefa herramanninum í jólagjöf?

Hvað á að gefa herramanninum í jólagjöf?

Það að gefa mönnum gjöf getur reynst mörgum erfitt, jafnvel þeim sem hafa þekkt þá í áratugi. Það að kaupa gjöf fyrir herramann getur verið tvíeggjað sverð að því leyti að það er heldur auðvelt að fá hugmynd hvað á að gefa kallinum en dálítið flóknara þegar nær er litið. Alvöru herramaður á eflaust mikið, ef ekki allt á listanum og ef til vill sættir sig ekki við ákveðna gæðaflokka og þarf þá vandræðislega að skila gjöfinni eða láta hana ósnerta til lengri tíðar þar til hann hendir henni, það er ekki að segja gjöfin þurfi að vera dýr heldur bara vönduð og endast í góða stund. Eins og góður vinur sagði, það er betra að gráta einu sinni.



Við höfum hér safnað saman í 5 flokka af gjöfum sem hafa víða verðflokka svo sama hversu mikið þú tímir að fjárfesta í kallinn ættir þú að finna gjöf sem er negla.

 

 

1. Vindlar & fylgihlutir

Byrjum á ódýrasta flokknum en það eru vindlar og fylgihlutir fyrir vindla

 

Vindlar eru fullkominn gjöf fyrir herramann sem kann að meta vandað handverk, góðan félagsskap og elskar að njóta augnabliksins. Hægt er að kaupa vindla í ýmsum verðflokkum og fer það dálítið eftir því hvaðan þeir koma. Kúbanskir hafa lengi verið taldir bestir í heimi en undanfarið hafa Nígerískir verið að slá um sig. En sama hvaðan hann kemur er þetta heiðarleg gjöf fyrir flesta menn.



Ef vindillinn er ekki nóg og þú vilt ganga skrefinu lengra er hægt að bæta við vönduðum kveikjara. 

 

 

Enn lengra gengið er hægt að skoða fallegar vindlaklippur. Það er ekkert leiðinlegra en að skemma góðan vindil með lélegum klippum eða, Guð forði því, skærum.



Og toppurinn á vindla gjöfum væri eflaust að gefa manninum húmidor eða rakakassa. Vindlar, eins og flestar vandaðar vörur, þarf að fara varlega með og þarf að geyma þá við ákveðnar aðstæður þ.e. við ákveðið rakastig. Allir rakakassar eru gerðir með spænskum sedarvið þar sem hann kemur næst því að halda rakastiginu réttu náttúrulega, auk hans eru oft notaðir rakapokar til að halda rakanum enn betur.


Þrátt fyrir víðtækan uppspuna eru vindlar ekki eins skaðlegir og fólk heldur. Vindlar eru gerðir eingöngu úr tóbakslaufum og innihalda enginn íblöndunarefni eins og sígarettur. Þegar vindlar eru „reyktir“ á ekki að anda að sér reyknum heldur aðeins geyma hann í munninum, njóta bragðsins og blása frá sér, það að anda að sér vindlareyk getur verið skaðlegt. 


Vindlar og almennar reykingar eru ekki ætlaðar fólki undir 18 ára.

 

 

2. Aukahlutir: bindi - belti - klútar - ermahnappar

Einfaldasta og oftast ódýrasta leiðin til að taka útlit á næsta þrep er að nýta aukahluti og enginn maður á nóg af aukahlutum. Eins og áður var sagt er það ekki endilega verðið sem skiptir máli, heldur gæðin, hér er sniðugt að forðast merkjavörur og gera smá rannsóknarvinnu til þess að finna fallegan aukahlut sem mun bæta fataskápinn hjá herramanninum.

 

Bindi eru auðveldur hlutur til þess að gefa manni og heldur skotheld vara. Dettur aldrei úr tísku og ef gerð er úr gæða efni (silki) endist lífstíð. Meira um bindi hér.



Vasaklútar eru oft kallaðir punkturinn yfir i-inu þegar kemur að formlegum fatnaði og eiga menn aldrei nóg af klútum. Þeir skulu líka vera gerðir úr silki eða bómull.



Belti er eflaust vinsælasti aukahlutur karlmanna fyrr eða síðar og klikkar ekki að gefa manni slíkt og þá skal leita eftir leðurbeltum (skiptir ekki máli hvaða dýri) sem eru ekki límd saman, annað hvort úr heilu stykki eða saumuð saman. Ef maðurinn er ekki beltiskarl er hægt að henda í vönduð axlabönd (forðast skal axlabönd með klemmum, frekar þau sem gerð eru fyrir tölur).



Ermahnappar er eitthvað sem maður sér sjaldan í dag en klikka aldrei þegar menn fá tilefni til að nota þá. Það er eiginlega skylda að hver maður eigi a.m.k. eitt sett af hnöppum. Besta við hnappa er það að þeir koma bókstaflega í öllum mögulegum stílum. Viltu hafa Grettir, andlit þitt, skammstöfun, demanta eða hvað sem þig dettur í hug.

 

 

3. Snyrtivörur

Menn eru ekki oft í því að dekra við sjálfan sig með snyrtingu en hvort þeir vilji viðurkenna það eða ekki, finnst mönnum ekki leiðinlegt að líta vel út. Sniðug leið til að láta karlinn hugsa betur um útlit sitt er að gera það „karlmannlegra“.

 


Öryggisrakvél er sniðug leið til að leyfa mönnum að gera raksturs hefðina aðeins sérstakari. Enn betra fyrir veskið er það að rakvélablöð í öryggisrakvél eru mun ódýrari en það að kaupa alltaf nýjar rakvélar út í búð. Sannkallað „win win“, bæði er raksturinn skemmtilegri og maður sparar pening þó þú borgir aðeins meira í start kostnað. Sjá hér verðmuninn


Nokkrar aðrar hugmyndir:

  • Skeggolía
  • Andlitskrem
  • Gæða gel
  • Skeggbursti

 

 

4. Viskí

Ekki það að við hvetjum til drykkju en það að eiga fallegt safn af hágæða vínanda til að deila með vel völdum vinum á gæða stundum er eitthvað sem flestum mönnum þykir gaman. 

 


Viskíið, þrátt fyrir eitrið sem það er hefur lengi verið val herramanna þegar kemur að áfengi. Hér eru nokkrar flöskur fyrir menn mis langt komna.

  • Grábrók
  • Bushmills - original eða black bush, fyrir lengra komna
  • Johnny Walker - red-, black- eða blue label (verðhækkandi)
  • The Dalmore

 

Sniðug viðbót væri karafla eins og þessi fyrir ofan.

 

5. Jakkaföt

Það er fátt betra í þessum heimi fyrir herramann en að klæða sig í gæða jakkaföt sem fara honum einstaklega vel. Við viljum meina að góð jakkaföt séu fjárfesting í manninn sjálfan, hvort sem hann kaupir þau eða ástvinur, það er fátt sem breytir hegðun, líðan og sjálfsöryggi en jakkaföt sem klæðandinn veit að dregur fram betri eiginleika hans.

 

Fyrir jakkaföt getum við aðeins bent á okkur sjálfa þar sem við bjóðum upp á ýmsa verðflokka eftir því sem menn þurfa og gerum þeim kleift að hanna næstum því allt sem snertir jakkafötin. Hentugt er að gefa gjafabréf og leyfa manninum að koma sjálfur þegar honum hentar.


Bókaðu tíma hér eða nálgastu Gjafabréf hér.
Einnig getur þú skoðað aukahluta úrval okkar hér.
Aftur í Herramannaskóla greinar