Karlmenn, hér á landi, lenda oft í tveimur vandamálum þegar kemur að því að kaupa skyrtu. Þau vandamál eru:
- Erfitt getur verið að finna skyrtu sem passar nákvæmlega, þrátt fyrir öll sniðin á
Markaði
- Það getur verið erfitt að finna skyrtu sem endurspeglar stíl mannsins t.d. skyrtu fyrir
ermahnappa, Winchester-skyrtu eða skyrtu sem er víð um ermarnar en þröng um búkinn, o.s.frv.
Sérsaumaðar skyrtur eru eins og þú vilt hafa þær. Þess vegna er sérsaumuð skyrta ekki bara flík heldur geta þær einnig verið tilfinning.
Nákvæmlega þinn stíll:
Það er eitthvað einstakt við það að ganga um í skyrtu sem endurspeglar nákvæmlega hvernig þú vilt bera þig. Þú valdir litina, kragann og stílinn, og nú hefur þú loksins eignast skyrtu til að nota við gömlu ermahnappana hans afa. Ekki nóg með það, þá er einnig hægt að fá höfuðstafi þína á skyrtuna svo hún sé að eilífu merkt þér.
Passar á þig nákvæmlega:
Sérsaumuð skyrta er líklegast mikilvægasta flíkin til að láta sérsauma á sig þar sem það er erfiðast að fá þær nákvæmlega eftir þínu formi. Sérstaklega ef maður er ekki byggður eins og fatagína. Með því að ganga í sérsaumaðri skyrtu forðast maður tjaldið sem myndast í kringum magann þegar maður girðir sig. Einnig forðast maður að ermarnar fari langt niður á handarbak og að kraginn gapi þegar snúið er höfði, þó án þess að hann sé þröngur um hálsinn. Með sérsaumi er hægt að koma í veg fyrir þetta allt, sem gerir þér kleift að bera þig eins og herramaðurinn sem þú ert.
Góð fyrir geðheilsuna:
Góð sérsaumuð skyrta gerir það sem sérsaumaðar vörur eiga að gera, sem er að draga fram réttu eiginleika notandans og dempa niður þá sem notandinn vill dempa. Ef farið er til góðs sölumanns mun hann t.d. leiðbeina þér hvaða kragi hentar þér best og að allt verði eins og það á að vera. Það þýðir að þú þurfir ekki að pæla í því að girða þig á 10 mínútna fresti eða hugsa um það hvað ermarnar standa mikið fram úr jakkanum. Í sérsaumaðri skyrtu þarftu aðeins að hugsa um það sem þú ert að gera og njóta.
Með því að ganga í sérsaumaðri skyrtu sýnir þú sjálfum þér og öðrum að þú kannt gott að meta og getur bókstaflega sett þinn eigin stíl í saumana á fötunum sem þú klæðist. Jökull & Co. býður upp á einstakt úrval af skyrtuefnum sem hægt er að sníða eftir þínum smekk og stíl. Hafðu samband við okkur og hannaðu þína draumaskyrtu. Þú munt ekki fara aftur í skyrtur af slá.
Þú getur bókað tíma hér: Bóka tíma eða haft samband við okkur hér ef þig langar að vita meira: Hafðu samband
Bestu kveðjur,
J&C.