Verum í bindi

Verum í bindi

Hægt er að líta á bindi sem óþarfa aukaatriði eða hægt er að líta á það sem auka skref sem sýnir það að þér er ekki sama hvernig þú kemur fram og setur metnað í klæðaburðinn þinn. Það að þú valdir ákveðið bindi, úr flottu og góðu efni, valdir viðeigandi hnút miðað við skyrtukraga og athöfn, sýnir fólki í kringum þig að þú ert tilbúinn að ganga skrefinu lengra.

 

Þegar þú kýst að setja á þig bindi ertu samstíga næstum því öllum mikilmönnum úr mannkynssögunni. Auðvitað er þetta hæpið og við erum alls ekki að segja það að ef þú setur á þig bindi sért þú líklegri að verða forseti en… við erum að segja það. Hvort sem þú viljir líta á Churchill, Obama, King eða okkar Guðna Th., þeir hafa það allir sameiginlegt, að taka þetta aukaskref í hvert skipti sem þeir stíga fram til að leiða.

Hægt er að líta á bindi eins og að búa um rúmið sitt. Tilgangslaust, þú munt hvort eð er rústa því um kvöldið, en þeir sem taka eftir því vita að þú tekur lífinu líklegra alvarlegra en þeir sem gera það ekki. Einnig mun þér líklega líða betur með sjálfan þig, og samkeppnin er lítil svo þú getur staðið út á góðan og snyrtilegan hátt.

 

Við ætlum að fara yfir hvað þarf að hafa í huga þegar þú velur þér bindi og hvers konar bindi eru til.

 

Þegar þú velur þér bindi er skal hafa tvennt í huga.

  1. Lengd & breidd
  2. Efni

 

Lengd & Breidd

Það er fátt sem segir „ég veit ekki hvað ég er að gera“ meira en fatnaður sem passar ekki á klæðandann. Þegar bindi er rétt bundið á það að enda við buxnastrenginn. Ef þú ert maður á meðalhæð þarftu lítið að pæla í lengdinni á bindum og hugsa meira um breiddina. Ef þú ert hár eða lár maður færðu þér auðvitað lengri eða styttri bindi. Þegar kemur að breiddinni „á“ að velja sér bindi sem er ca. 9 cm +/- yfir breiðasta hlutann. Það er breidd sem hefur staðist tímans tönn og mun ávallt líta vel út á myndum sama hversu gamlar þær eru. Mjó bindi hafa verið að tíðkast en hentar flestum mönnum illa. Herrafatnaður snýst allur um hlutföll og jafnvægi, því mælum við að setja ekki á þig breitt 70s bindi eða mjó-bindi.


Efni

Næst er það efni. Bindi ættu að vera úr náttúrulegum efnum og er silki þar á toppnum. Bæði vegna mýktar og fegurðar en einnig vegna þess að silkibindi eru verðmætari en t.d. plast eða ullarbindi. Silki fylgir ákveðinn fínleiki sem er bæði smekklegur og sígildur og ef rétt er farið að, endist það í áratugi.


Fyrir afslappaðra útlit henta ullarbindi. Reglan er einföld, því grófara því óformlegra. Þau eru tilvalin á haustin og veturna v.þ.a. þau gefa heildarútlitinu aðeins hlýrra far og eru því í takt við veður. Ullarbindi koma líka prjónuð í stað þess að vera ofin og eru þá flöt á botninum í stað þess að vera þríhyrnt. Þetta gefur enn óformlegra útlit en er samt sem áður formlegra en að sleppa bindi.


Einnig er hægt að fá bindi úr kasmír-ull og hör (e. linen) en þau eru svo óalgeng að það tekur því varla að skrifa um þau. Hör og bómul skal nota þegar heitt er úti en aftur á móti vilja fæstir setja á sig bindi yfir höfuð þegar veðrið er slíkt. 


Pólýester eða rayon bindi vill maður forðast vegna þess að fæstir vilja eiga þau til lengri tíma en plast-bindum fylgir yfirleitt glansi sem er annað hvort frá kaupum eða myndast með tímanum sem vekur upp ósnyrtileika í hugum manna.

 

 

Niðurstaða

Bindi láta þig líta betur út (ef þú velur rétt bindi og gerir hnútinn flottann) og láta þig líta út eins og mann sem er tilbúinn að taka auka skrefið.

Líklegri að verða forseti ef þú notar bindi.


Kauptu bindi úr náttúrulegum efnum, silki, ull, bómull og forðast skal plast bindi.


Lærðu að binda virðulegan Windsor hnút og þá ertu góður fyrir 99% athafna sem þarfnast bindi.


Með fyrstu bindunum sem eru keypt í fataskáp þurfa að vera (í röð mikilvægis) eftir þessi er frjálst að stækka safnið eins og mönnum sýnist. Þessi gera þig skotheldan fyrir 99% tilefna í lífinu.

  1. Einlita svart eða dökkt navy og vínrautt (silki)
  2. Röndótt eða köflótt
  3. Bindi með hógværu litlu mynstri t.d. Macclesfield bindi
  4. Mynstrað bindi
  5. Bindi út fyrir ramman fyrir léttar athafnir

  

Skoðaðu sí stækkandi bindis úrval okkar

Aftur í Herramannaskóla greinar