Með hversu stuttum fyrirvara get ég fengið föt?

Fer algjörlega eftir því hvað þú skilgreinir sem stuttur fyrirvari en við miðum við við 4 vikur +/-. Hægt er að borga aukalega fyrir forgangsröðun en við látum þig alltaf vita hvort fötin sleppi fyrir hornið.

ㅤㅤ

Borga ég fyrir eða eftir afhendingu fatana?

Við tökum einungis við greiðslum fyrir fram, þ.e. reiðufé eða kortagreiðslur

Ég þarf stóra/litla stærð af jakkafötum er það vesen?

Hjá okkur skiptir stærð þín ekki máli, annars væri lítill tilgangur á sérsaumi yfir höfuð.

Hvers konar efni bjóðið þið upp á?

Við bjóðum viðskiptavinum okkar að velja efni úr ýmis konar efnum, frá pólýester að kasmír og allt þar á milli. Við höldum mest upp á ullina, þar sem hún hefur staðist tímans tönn og bjóðum við upp á nokkra þyngdar flokka af ull til að mæta þörfum flestra.

Hvað eykur kostnað á fötunum?

Grunnverðið er reiknað út frá efni sem er valið. Þegar efni er valið er í raun og veru aðeins aukunn handavinna sem eykur kostnaðinn, þ.e. handsaumuð hnappa/- blómagat eða ef jakkinn er hálf eða ófóðraður.

Hvers konar ábyrgð er á fötunum?

Við leggjum mikið traust í fötin okkar og fylgir almenn ábyrgð á flíkunum t.d. gerum við við lausar tölur, lausa sauma hvað annað gæti komið upp á, innan skynsamlegra tímamarka.ㅤ

ㅤㅤ

Mig vantar bara staka flík er það vesen?

Hjá okkur er hægt að fá allt stakt, ef þig vantar aðeins jakka eða aðeins buxur er það minnsta mál.

ㅤㅤ

Ég kemst ekki í mælingu get ég þá ekki pantað föt hjá ykkur?

Hægt er að panta venjulegar búða stærðir hjá okkur og mögulega breyta þeim, en auðvitað viljum við helst fá menn í mælingu. Hægt er líka að taka vídjó viðtal og fara yfir ferlið, best er þá að hafa samband við okkur hér.

ㅤㅤ

Er hægt að fá fyrirtækjaþjónustu hjá ykkur?

Við bjóðum upp á fyrirtækja þjónustu þar sem annað hvort við mætum á vinnustaðinn og förum yfir ferlið og leiðbeinum mönnum í gegnum þetta eða menn geta komið upp á skrifstofu til okkar en þá aðeins fjórir í einu.

Hvar eru fötin ykkar saumuð?

Fötin okkar eru framleidd af írsku fyrirtæki í útibúi þeirra í Kína.

ㅤㅤ

ㅤㅤ

ㅤㅤ

Er hægt að fá hjá ykkur Tuxedo og Smóking jakka.

Hjá okkur geta menn fengið smóking jakka og Tuxedo bæði í hefðbundnum litum en einnig er hægt að fara út fyrir ramman og velja smóking eða tux í alls konar litum. Á smóking og tuxedóum er auðvitað satín á boðungum og vösum. Ath. við bjóðum þó ekki upp á kjólföt eins og staðan er núna.

ㅤㅤ

ㅤㅤ

Ef ég er búinn að fá föt hjá ykkur áður þarf að koma aftur í mælingu?

Ef þú hefur mætt einu sinni í mælingu er óþarfi að koma aftur nema þú hafir tekið stóra sveiflu í formi. Annars geymum við mál allra kúnna okkar og getum breytt þeim eftir óskum.

ㅤㅤ

Ef ég á föt sem passa á mig, get ég fengið sömu mál hjá ykkur?

Hjá okkur er er hægt að panta föt nákvæmlega eftir öðrum flíkum og gera þau eftir þínum huga.

Svöruðum við ekki þinni spurningu?